Tryggingamál iðkenda

Meginreglan er að iðkendur UMF Þróttar eru ekki tryggðir á vegum félagsins þó þeir stundi æfingar og keppni á vegum þess. Við bendum forráðamönnum á að kanna heimilistryggingar sínar því í flestum tilfellum eru iðkendur tryggðir þar.

Iðkendur félagsins kunna að eiga rétt til bóta úr íþróttaslysasjóði ÍSÍ sbr. reglugerð sambandsins um sjóðinn (www.isi.is) eða frá Tryggingastofnun ríkisins sbr. reglugerð Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins frá 2002 (www.tr.is). 

Allir iðkendur 16 ára og eldri geta sótt um endurgreiðslu úr þeim sjóði.

Iðkendur eða forráðamenn þeirra bera sjálfir ábyrgð á að afla tilskilinna gagna.  Nauðsynleg eyðublöð fyrir tilkynningu er hægt að nálgast á heimasíðu ÍSÍ. Aðstoð við útfyllingu og frágang skjala er hægt að fá á skrifstofu UMFÞ.

Eftirfarandi á við samningsbundna leikmenn meistaraflokka

UMF Þróttur greiðir þann hluta sjúkrakostnaðar sem ekki greiðist af öðrum aðilum samningsbundinna leikmanna meistaraflokka skv eftirfarandi:

Leikmenn annast sjálfir öll samskipti við íþróttaslysasjóð ÍSÍ og sækja í sjóðinn endurgreiðslur vegna sjúkrakostnaðar skv gildandi reglum sjóðsins á hverjum tíma.  Sjóðurinn greiðir tiltekið hlutfall kostnaðar (80% í ágúst 2016) gegn framvísun fullnægjandi gagna.

Eftirfandi fæst endurgreitt að hluta hjá ÍSÍ gegn framvísun frumrits reiknings:

  • Læknisviðtöl
  • Myndataka
  • Segulómun
  • Aðgerðir
  • Komu og endurkomu á slysadeild
  • Sjúkraþjálfun (verður að fylgja beiðni læknis)

Sækja þarf um innan 12 mánaða eftir að slysið á sér stað. Það þarf að fylla út umsókn varðandi hvert slys.  Eyðublaðið er m.a. að finna á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is undir liðnum Íþróttaslys. (beinn hlekkur í eyðublaðið hér).

Ef lækniskostnaður (læknisviðtöl, myndatökur, ómun, aðgerðir) er kominn yfir kr. 35.000 á sama almanaksári þá stofnast inneign hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hluta kostnaðar yfir 35.000 kr.  Í þeim tilfellum þá þarf að fylgja málinu afrit af greiðsluyfirliti frá Sjúkratrygginum Íslands þar sem fram kemur upphæð inneignar/endurgreiðslu Sjúkratrygginga.

Hvað fæst EKKI endurgreitt hjá ÍSÍ

  • Kostnaður vegna sjúkrabíls eða flugfargjalda í tengslum við lænkisþjónustu
  • Lyfjakostnaður
  • Stoðtæki
  • Tannslys

ÍSÍ tekur ekki þátt í kostnaði þjónustu sem ekki er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands.

Reglugerð um sjóðinn er einnig að finna á heimasíðu ÍSÍ – það er alltaf gott að lesa hana yfir.

Hvernig þarf að bera sig að

Fylla út eyðublaðið og fá kvittun og stimpil hjá þjálfara (innan 12mán.).

Senda eyðublaðið og öll nauðsynleg fylgigögn til ÍSÍ (ath. þessi gögn þurfa að vera frumrit).

Þegar tilkynning um inngreiðslu frá ÍSÍ kemur frá bankanum þarf að hafa samband við Kristínu Ásbjarnardóttur hjá ÍSÍ kristina@isi.is og biðja hana um kvittun/sundurliðun á uppgjörinu. Þægilegast að fá þetta í tölvupósti.

  • Þessa sundurliðun (þar sem fram koma eftirstöðvar o.fl.) þarf að áframsenda á Þrótt, throttur@throttur.net ásamt reikningsupplýsingum fyrir innileggi (banki-hb-reikningsnúmer og kt.eiganda).
  • Þróttur greiðir þann hluta sjúkrakostnaðar sem ÍSÍ greiðir ekki, þó þannig að Þróttur greiðir ekki frekar en ÍSÍ fyrir lyf, stoðtæki eða tannslys.

ATH ofangreindar reglur gilda einungis um samningsbundna leikmenn meistaraflokka Þróttar.  Þróttur tekur ekki þátt í sjúkrakostnaði annarra iðkenda.  Það gildir ekki um íþróttaslysasjóð ÍSÍ.  Allir iðkendur 16 ára og eldri get sótt um endurgreiðslu úr þeim sjóði.

Einnig bæta Sjúkratryggingar Íslands tjón vegna tannlækninga (skv. gjaldskrá)

Það er mikilvægt að benda á það að samkvæmt íslenskum lögum bera þau félög og samtök sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi ekki sjálfkrafa ábyrgð á slysum sem börn verða fyrir í starfinu.

Heimilistryggingar fela langoftast í sér ábyrgðartrygginguvegna tjóns sem börn valda og sumar fela líka í sér slysatryggingar vegna tjóns sem börn valda og sumar fela líka í sér slysatryggingu vegna slysa sem börn verða fyrir í frítíma. Þar sem að slíkum slystryggingum sleppir er barn eða ungmenni ekki tryggt í félags- og tómstundastarfinu frekar en þegar það er úti að leik.