Ef grunur um einelti vaknar (vegna ábendinga frá iðkendum, foreldrum, þjálfurum eða öðrum starfmönnum) þá er:
- Þjálfari flokksins er látinn vita.
- Þjálfari hefur samband við heimili barnsins og gerir grein fyrir því að grunur um einelti hafi komið upp. Foreldrar eru fullvissaðir um að næstu 2-3 vikurnar verði sérstaklega fylgst með barninu til að kanna hvort að um einelti sé að ræða.
- Þjálfarinn veitir hegðuninni gaumgæfilega athygli í 3 – 4 æfingar til að fullvissa sig um að um einelti sé að ræða. Hann þarf að skrá ítarlega hjá sér tilvik (m.a. félagslega einangrun og háðsglósur)
- Þjálfari kannar hjá starfsmönnum íþróttahúss, skóla og öðrum sem koma að barninu hvort einhver hafi orðið var við einelti.
- Ef málið snertir hegðun barna í öðrum flokkum er unnið í samráði við aðra þjálfara.
- Eftir athugun hittast þjálfari, yfirþjálfari og framkvæmdastjóri þar sem farið er yfir málið og meta hvort ástæða er til að bregðast frekar við.
- Haldinn er fundur með foreldrum þar sem þeir eru látnir vita af niðurstöðu málsins.
- Ef um einelti er að ræða er unnin aðgerðaáætlun sem miðast að því að koma í veg fyrir frekara einelti. Framkvæmdastjóri stjórnar eftirfylgni á aðgerðaráætluninni. Áætlunina skal endurskoða eftir því sem vinnunni miðar.
- Endurmat og endurskoðun í samvinnu við deildarstjóra fjórum vikum síðar og oftar ef þörf krefur.