Tímamót – Rafíþróttir hefja göngu sína – Opið hús hjá UMFÞ.

Með febrúar 8, 2023 Fréttir

Tímamót – Rafíþróttir hefja göngu sína… 

Verkefnið fór á stað 2020 er félagið fór á stað með ýmsar fjáraflanir til tækjakaupa. Haldin hafa verið pizzukvöld, Bumbuborgarar hafa verið með styrktarkvöld, fyrirtæki hafa komið að þessu með myndarlegum hætti, Rannís og Sveitarfélagið Vogar hafa einnig komið að þessu með fjárstuðningi. Á dögunum tókst loksins að fjármagna tækjakaup að fullu og hafa öflugir sjálfboðaliðar með Samúel Drengsson fremstan í flokki verið að setja upp nýja rafíþróttaaðstöðu UMFÞ í Vogabæjarhöllinni/íþróttahúsinu. Kann félagið öllum þessum aðilum miklar þakkir fyrir alla þessa ómetanlegu aðstoð frá því að verkefnið fór á stað fyrir þremur árum og til dagsins í dag. 

Við hvetjum alla bæjarbúa til að fjölmenna á opið hús þar sem mun fara kynning á rafíþróttum og gestir geta skoðað nýja aðstöðu UMFÞ. 

Strákalaus kynning hefst kl. 17:00 til 18:00 „Félagsmiðstöðin“

Opið hús fyrir alla hefst kl. 18:00 til 20:00. 

Opnum fyrir skráningar á heimasíðu Þróttar „sportabler“ uppi í hægra horninu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 10:00. 

Léttar veitingar fyrir gesti og við tökum vel á móti öllum.