Tilmæli fyrir æfingar og keppni íþróttafélaga verða birt í dag.

Með mars 20, 2020 Fréttir

Heilbrigðisyfirvöld og ÍSÍ hafa upplýst að birt verði frekari tilmæli fyrir æfingar og keppni íþróttafélaga í dag.

Þróttur mun leggja áherslu á mikilvægi þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð, fylgi tilmælum heilbrigðisyfirvalda og leggi sitt af mörkum til að sporna við útbreiðslu veirunnar.

Þróttur er með þjálfara sem hafa getu og þekkingu til að útfæra æfingar með hliðsjón af þeim tilmælum sem ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöld munu leggja fram. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda starfinu gangandi innan fyrrgreindra tilmæla og í góðu samstarfi við alla.

Miklar þakkir til allra forráðamanna og annara hjá félaginu fyrir að sýna jákvæðni og þolinmæði á þessum óvissutímum.

Nú þegar liggur fyrir frá yfirvöldum að engar æfingar fari fram til 23. mars.