Tillögur til breytinga á lögum Ungmennafélagsins Þróttar. Hvetjum alla fundargesti/félagsmenn til að kynna sér lög félagsins.

Með febrúar 10, 2020 Fréttir

Aðalfundur UMFÞ fer fram 27. febrúar í Álfagerði og hefst 18:30.

Hér má sjá tillögur til breytinga á lögum sem tekið verður fyrir á aðalfundi félagsins sem fram fer síðar í þessum mánuði. 

Tillögur til breytinga á lögum. 

Eins og segir í lögum:

4.gr f) liður
Tilgangi sínum hugsar félagið að ná til dæmis með.

f) að vinna gegn tóbaksnotkun og neyslu áfengis og annarra vímuefna.

Tillaga til breytinga:

Tilgangi sínum hugsar félagið að ná til dæmis með:

f) vinna að aukinni fræðslu og forvörnum gegn vímuefnum og öðrum skaðlegum efnum

Eins og segir í lögum:

5.gr. d) liður
Félagið getur hver sá orðið sem æskir þess og samþykkir að gangast undir lög og skyldur félagsins og er samþykktur af stjórn. Félagar teljast virkir, styrktar eða ævifélagar.

d) Telja félagi sig ekki hafa áhuga eða getu til að vera í félaginu ber honum við fyrsta tækifæri að senda félagsfundi eða stjórn skriflega úrsögn.

Tillaga til breytinga:

Tillagan er að d) liður verði tekinn út.

d) Telja félagi sig ekki hafa áhuga eða getu til að vera í félaginu ber honum við fyrsta tækifæri að senda félagsfundi eða stjórn skriflega úrsögn.

Eins og segir í lögum:

6.gr.
Ef félagi er uppvís af brotum gagnvart félaginu skal hann sæta refsingu sem stjórn sker úr um hver er. Þó má aldrei víkja neinum úr félaginu við fyrsta brot og ávalt skal vísa brotum til aðalstjórnar.

Tillaga til breytinga:

Ef félagi er uppvís af brotum gagnvart félaginu skal hann sæta refsingu sem stjórn sker úr um hverju sinni. [Taka út: Þó má aldrei víkja neinum úr félaginu við fyrstu brot og á] Ávallt skal vísa brotum til aðalstjórnar.

Eins og segir í lögum:

8.gr.
Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald og ákvörðunarrétt í öllum málum þess. Skal hann haldinn eigi síðar en 1. mars ár hvert. Auglýsa skal aðalfund opinberlega, í staðarblöðum með 2 vikna fyrirvara. Aðalfundurinn telst lögmætur ef löglega er til hans boðað. Tillögum um breytingar á lögum félagsins skal senda aðalstjórn eigi síðar en 3 vikum fyrir aðalfund. Heimilt er þó að taka fyrir á aðalfundi tillögur til breytinga á lögum félagsins sem síðar koma fram ef 2/3 hlutar viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna eru því samþykkir

Tillaga til breytinga:

Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald og ákvörðunarrétt í öllum málum þess. Skal hann haldinn eigi síður en 1.mars ár hvert. Auglýsa skal aðalfund opinberlega, [Taka út: í staðarblöðum] heimasíðu og á öðrum miðlum félagsins með 2 vikna fyrirvara. Aðalfundur telst lögmætur ef löglega er til hans boðað. Tillögum um breytingar á lögum félagsins skal senda aðalstjórn eigi síður en [Taka út: 3 vikum fyrir aðalfund] 31.janúar. Heimilt er þó að taka fyrir aðaldundi tillögur til breytinga á lögum félagsins sem síðar koma fram ef 2/3 hlutar viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna eru því samþykktir.

Eins og segir í lögum:

10.gr. 6) og 11) liður
Dagskrá aðalfundar félagsins skal vera sem hér segir:

6) Inntaka nýrra félaga og úrsagnir
11) Kosning 2 endurskoðenda.

Tillaga til breytinga:

Tillagan er að 6 og 11 liður verði teknir út og í kjölfarið verða 12 liðir í 10.gr en ekki 14 eins og áður.

6) Inntaka nýrra félaga og úrsagnir
11) Kosning 2 endurskoðenda.

Eins og segir í lögum:

14.gr
Aðalstjórn félagsins hefur yfirumsjón með allri starfsemi félagsins og ber að efla félagið og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Hún hefur umráðarétt yfir eigum félagsins og markar stefnu þess í meginatriðum. Stjórn félagsins setur starfsreglur fyrir deildir og aðildarfélög.

Aðalstjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra sem kemur fram fyrir hennar hönd í ýmsum málum sbr. ráðningarsamning.

Tillaga til breytinga:

 

Aðalstjórn félagsins hefur yfirumsjón með allri starfsemi félagsins og ber að efla félagið og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Hún hefur umráðarétt yfir eigum félagsins og markar stefnu þess í meginatriðum. Stjórn félagsins setur starfsreglur fyrir deildir og aðildarfélög.

 

Aðalstjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra sem kemur fram fyrir hennar hönd í ýmsum málum sbr. ráðningarsamning.

 

Ársreikningur skal alltaf unnin af löggildum endurskoðanda

 

Eins og segir í lögum:

 

22.gr.

Samráðsnefnd skal starfrækt innan félagsins. Í henni skulu eiga sæti 2 stjórnarmenn úr stjórn hvers starfandi foreldrafélags, 2 stjórnarmenn úr aðalstjórn, 1 þjálfari úr hverri grein og framkvæmdastjóri. Samráðsnefnd er ætlað að fjalla um þau verkefni sem fyrir liggja hjá hverju foreldrafélagi, fjáraflanir og hverskonar sameiginleg verkefni. Stærri málum skal vísa til aðalstjórnar til umfjöllunar og samþykktar.

 

Tillaga til breytinga:

 

Samráðsnefnd skal, ef hægt er, vera starfrækt innan félagsins. Í henni skulu eiga sæti 2 stjórnarmenn úr stjórn hvers starfandi foreldrafélags, 2 stjórnarmenn úr aðalstjórn, 1 þjálfari úr hverri grein og framkvæmdastjóri. Samráðsnefnd er ætlað að fjalla um þau verkefni sem fyrir liggja hjá hverju foreldrafélagi, fjáraflanir og hverskonar sameiginleg verkefni. Stærri málum skal vísa til aðalstjórnar til umfjöllunar og samþykktar.

 

Eins og segir í lögum:

 

25.gr.

Úrsagnir skal senda skriflega til aðalstjórnar UMFÞ. Öllum skyldum verður að vera fullnægt áður en úrsögn kemur til greina.

 

Tillaga til breytinga:

 

Úrsagnir skal senda skriflega til framkvæmdastjóra eða aðalstjórnar UMFÞ. Öllum skyldum verður að vera fullnægt áður en úrsögn kemur til greina.

 

Eins og segir í lögum:

 

28.gr.

 

Lög þessi voru lögð fyrir aðalfund UMFÞ 14. apríl 2010 og samþykkt.

 

Tillaga til breytinga

 

Lög þessi voru lögð fyrir aðalfund UMFÞ 27.febrúar 2020 og samþykkt.