Tilkynning til allra þeirra sem eru sem eru að taka þátt í tippstarfi Þróttar og eru með í Tippdeild Þróttar.

Með nóvember 21, 2012 Fréttir
Við minnum ykkur á brönsinn laugardaginn 24. nóvember og byrjar þetta kl.11:30 og er eingöngu fyrir þá sem eru búnir að greiða gjaldið og eru að taka þátt í Tippdeild Þróttar.
Risapottur á laugardaginn hjá 1×2

Ákveðið hefur verið að bæta peningum í fyrsta vinning í Enska boltanum og verður tryggt að potturinn sem í boði er fyrir 13 rétta hljóðar upp á um 200 milljónir (10,5 SEK). 

Við verðum með kynningu á nýjum tippleik  sem við ætlum að bjóða uppá 1x í mánuði. 

Einnig afhentum við bikarmeisturum verðlaunin sín. 

Það verður gaman á laugardaginn og allir að muna merkja við 190 !!! 

Sjáumst hress !!! 

Félagskaffið sem er opið fyrir alla laugardaga fellur því miður niður á laugardaginn og verður aftur 1. desember milli 11-13 !!!