Tilkynning. Starfsdagur í dag hjá UMFÞ – ÍSÍ hefur staðfest að það sé reglugerðin sem gildir og því er heimilt að æfa með þeim viðmiðunum sem gilda.

Með apríl 6, 2021 Fréttir

Ágætu viðtakendur.

Varðandi æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri og í framhaldi af auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins sem birtist í síðustu viku, fimmtudag um skólastarf eftir páska.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/03/31/COVID-19-Skolastarf-eftir-paska/

ÍSÍ hefur staðfest að það sé reglugerðin sem gildir og því er heimilt að æfa með þeim viðmiðunum sem þar eru, þ.e. hámarksfjöldi í hóp er 10 manns, 2 metra reglan gildir (æfingar án snertinga) og að ekki sé heimilt að nota sameiginlegan búnað (bolta eða annað).

Í auglýsingunni sem birtist kom fram:

„Áréttað er að íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla eru óheimilar samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum.“

Það er starfsdagur hjá UMFÞ í dag. Stjórn og þjálfarar munu í kvöld eða snemm í fyrramálið birta með hvaða hætti starfið verður til 15. apríl nk. 

Biðjum forráðamenn að fylgjast vel með öllum tilkynningum varðandi framhaldið.