Tilkynning frá Þrótti – COVID-19

Með mars 13, 2020 Fréttir

Foreldrar og forráðamenn í Vogum.

Allar æfingar halda sér fram að samkomubanni sem tekur gildi á mánudag. Það er undir hverjum og einum komið að senda sín börn á æfingar.

Æfingar í júdó og knattspyrnu fara fram í dag. Íþróttaskóli barna og getraunakaffið verður á sínum stað í fyrramálið.

Öll mót sem fram áttu að fara um helgina hefur verið frestað! Árlegt páskabingó Þróttar sem fram átti að fara 28. mars hefur verið frestað. Leik Þróttar og Sindra sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað. 

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að samkomur verða takmarkaðar tímabundið.

UMFÞ hefur ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur til þess að stjórnendur Þróttar og þjálfarar félagsins geti skipulagt íþróttastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

Förum eftir ráðleggingum Almannavarna, forðast snertingu, þvo á sér hendurnar og sótthreinsa. Handspritt er í íþróttahúsinu og hvetjum við fólk til að nota það.

Við erum í góðu sambandi og samstarfi við Stóru-Vogaskóla, Sveitarfélagið Voga, UMFÍ og aðra fagaðila varðandi næstu skref.

Það er hægt að nálgast mikilvægar upplýsingar á heimasíðu UMFÍ og ÍSÍ.