Þróttur Vogum óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngstu flokka félagsins frá og með 1. janúar 2021. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi ástríðu og áhuga á knattspyrnuþjálfun barna.

Með desember 13, 2020 Fréttir

Þróttur Vogum óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngstu flokka félagsins frá og með 1. janúar 2021. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi ástríðu og áhuga á knattspyrnuþjálfun barna.

 

Þróttur Vogum heldur úti öflugu barna- og unglingastarfi, æfingum fyrir 8. – 4. flokk stúlkna og drengja allt árið um kring.

Mikið og gott starf er unnið á vegum félagsins og tekur Þróttur þátt í hinum ýmsu knattspyrnumótum víðsvegar um landið ásamt því að halda úti liðum í 5.- 4. flokki í Íslandsmóti.

Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá yfir menntun og fyrri störf og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar.

Allar almennar upplýsingar veitir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, í síma 892-6789 eða á netfangið marteinn@throttur.net.

Einnig er hægt að hafa samband við Viktor Inga Sigurjónsson yfirflokkaþjálfara og fá upplýsingar um starfið í síma 846-2983 og netfangið vis23@hi.is.

Umsóknir óskast sendar á netfangið throttur@throttur.net

Umsóknarfrestur er til 16. des 2020.

Vogar eru 1400 manna bæjarfélag á Suðurnesjum og aðeins 19 km frá Hafnarfirði. Í Vogum má finna alla helstu þjónustu ásamt leikskóla og grunnskóla. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar ásamt sundlaug. Upplýsingar um Voga má finna á heimasíðunni: www.vogar.is