
Kæru foráðamenn.
Við setjum stefnuna á að fjölmenna á Smábæjarleika og biðlum til alla til að taka þátt í þessu einstaka verkefni með okkur í sumar – Algjörlega ógleymanlegt fyrir krakkana og það besta er að við erum á sama tíma og glæsileg 17. júní skemmtun fer fram á Blönduósi. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við erum að æfa og stunda íþróttir.
Punktar frá mótshaldara …
Spilað er á laugardag og sunnudag en tekið á móti liðinu föstudaginn 16. júní.
Kvöldvakan verður á sínum stað í íþróttahúsinu og ísbjörninn Hvati mun kíkja við.
Á Blönduósi er ýmiss afþreying í boði fyrir fjölskyldufólk. Á lóð Húnaskóla eru glæsileg leiktæki og sundlaugin í næsta nágrenni sem er ein sú glæsilegasta á landinu.
Þátttökugjald á hvern iðkanda er 13.000 kr fyrir 6. og 7.flokk en 6.000 kr fyrir iðkendur í 8.flokk þar sem aðeins er spilað á laugardeginum hjá þeim.
Skráningafrestur er til 20. maí. Gjaldið er 13.000 kr.
Þátttökugjald skal greiðast fyrir 2. júní inn á reikning 157-05-410088 kt. 640289-2529 best er að hver forráðamaður greiði þátttökugjaldið fyrir sitt barn hjá sér í einu lagi.
Innifalið í þátttökugjaldi:
Morgunverður laugardag og sunnudag. Hádegismatur laugardag.
Kvöldmatur laugardag.
Grillaðar pylsur og drykkur á vallarsvæði í hádegi á sunnudag.
Gisting í skólastofu.
Kvöldvaka.
Aðrir punktar:
Við höfum tekið frá pláss á tjaldsvæðinu fyrir Voga-Þróttara.
Láta Emil vita ef einhver hefur áhuga á fararstjórn.
Foreldrafundur fer fram þriðjudaginn 16. maí nk. Fundurinn fer fram í félagsherbergi Þróttar á þriðju hæð.
8. flokkur 17:45 til 18:15
7. flokkur 18:20 til 18:50
6. flokkur 19:00 til 19:30.
Sjámust eldhress.