Þróttur Vogum hefur endurnýjað umsókn sína – Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024 í Vogum ???

Með febrúar 10, 2023 Fréttir

Ungmennafélagið Þróttur sótti um að fá að halda Landsmót 50+ í Vogum árið 2022. Þar sem heimsfaraldur skall á féll niður allt mótahald. 

Stjórn UMFÞ ákvað því á fundi sínum í júní á síðasta ári að endurnýja umsókn sína og stefnir á að fá Landsmót 50+ í Voga árið 2024. 

Landsmót UMFÍ 50+ er mót sem haldið er árlega fyrir fólk yfir miðjum aldri. Mótið fór síðast fram í Borgarnesi í sumar og verður haldið í Stykkishólmi 2023.  

Þarna er að finna frábært tækifæri fyrir okkur til að vekja athygli á lýðheilsu og möguleikunum í okkar sveitarfélagi svo framarlega sem Þrótti verður úthlutað mótinu.

Mótið er opið öllum þátttakendum sem verða 50 ára á árinu og alla eldri. Einstaka sinnum er opið í einstaka greinar fyrir þátttakendur á öllum aldri. Ekki er krafa um að þátttakendur eru skráðir í ungmenna- eða íþróttafélag til að taka þátt í mótinu. 

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2023.