Þróttur mætir Njarðvík í fyrstu umferð 2. deildar – KV í bikarnum.

Með febrúar 9, 2021 Fréttir

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum í 2. deild karla keppnistímabilið 2021. Samhliða því var dregið í fyrstu tvær umferðir í Mjólkurbikarnum.

2. deild karla hefst með tveimur leikjum 7. maí, en fyrstu umferð lýkur með fjórum leikjum degi síðar, 8. maí. Þess má geta að Suðurnesjaslagur verður í fyrstu umferð, en Njarðvík tekur á móti Þrótti V. á Rafholtsvellinum.

Fyrsta umferð 2. deildar karla

Haukar – Reynir S.

Njarðvík – Þróttur V.

Kári – KF

ÍR – Leiknir F.

Fjarðabyggð – Völsungur

KV – Magni

Í fyrstu umferð í Mjólkurbikar karla mætast t.a.m. Selfoss og Kórdrengir, en liðin enduðu í tveimur efstu sætunum í 2. deild karla í fyrra og leika því í Lengjudeildinni í sumar.

Þróttarar heimsækja lið KV í bikarnum.

Fös. 9. 4. 2021 19:15KR-völlur