Þróttur 23. okt 1932 – 2019

Með október 23, 2019 Fréttir

Þróttur Vogum 87 ára í dag 🎂🎉

Ungmennafélagið Þróttur var stofnað 23. október 1932 en um aldamótin 1900 hafði verið starfandi ungmennafélag í Vatnsleysustrandar-hreppi en það hafði lagst af 1920.

Á öðru starfsári félagsins var ráðist í að byggja félagsheimili í samstarfi við Kvenfélagið Fjólu. Um jólin 1933 var nýja húsið vígt og fékk nafnið Kirkjuhvoll og stendur það húsið uppi enn í dag á Vatnsleysuströnd. Tuttugu árum síðar keypti UMFÞ, Kvenfélagið Fjóla og Vatnsleysustrandarhreppur samkomuhúsið Glaðheima í Vogum sem stóð við Vogagerði 21-23.

Þróttur er ekki stórt félag þrátt fyrir 782 skráða félagsmenn.

Það eru margir aðilar sem eiga hlut í Þrótti. Sjálfboðaliðar, foreldrar, iðkendur, og aðrir velunnarar. Það er mikilvægt að hlúa vel að félaginu. Án ykkar væri félagið ekki til.

#FyrirVoga #Íþróttirskiptamáli #umfí