Þróttarar féllu úr leik í bikarnum

Með desember 7, 2015 UMFÞ

Strákarnir okkar í handboltanum féllu úr leik á laugardaginn í 16. liða úrslitum. Framarar voru í töluvert betra standi enda kom það á daginn þegar seinni hálfleikur byrjaði þá fór þreytan að segja til sín hjá gömlu jöxlunum.
Þróttarar börðust hetjulega í fyrri hálfleik og var staðan 10-11 gestunum frá Safamýri í vil. Þróttarar jöfnuðu strax leikinn í þeim seinni 11-11 og þá skoruðu Framarar átta mörk í röð. Lokastaðan 16-27 fyrir Fram sem er í 3. sæti í Olísdeildinni og því geta Þróttarar borið höfuðið hátt þrátt fyrir tap.

Heimir Örn skoraði 8. mörk og Birkir Ívar varði 17 bolta.

Patti Jó þjálfari liðsins vildi koma til skila miklu þakklæti til allra þeirra Þróttara sem mættu á leikina í bikarnum.12295360_905117822899501_7062162672439889877_n