Þróttarar buðu í lamb og bernese annað àrið í röð !

Með desember 6, 2019 desember 8th, 2019 Fréttir

Takk fyrir fràbært kvöld 🧡🤗

Innan Þróttar eru ástæður þess að fólk tekur að sér sjálfboðaliðastörf m.a. þær að með þeim hætti getur fólk kynnst öðrum foreldrum, þjálfurum, stjórnarfólki í félaginu og þannig fullnægt félagslegum þörfum sínum ásamt því að hjálpa sínu félagi að ná settum markmiðum.

Jafnframt er það að sinna sjálfboðaliðastarfi, tækifæri fyrir fólk að læra leikreglur, hvernig rekstur félagsins gengur fyrir sig og almenn félagsstörf.

Þátttaka og stuðningur foreldra er börnum og ungmennum mikilvægur og eykur líkur á að barnið haldi áfram að stunda íþróttir.

Dagur sjálfboðaliða í dag hjá Þrótti ❗🧡❗🎈

Dagur sjálfboðaliða hjà Þrótti 🙌🏻❗🙌🏻

Innan Þróttar starfar fjöldi sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir félagið. Án þessarar mikillar vinnu sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum ætti það góða og viðamikla starf innan Þróttar sér ekki stað. Störf sjálfboðaliða eru því ekki aðeins ómetanleg fyrir Þrótt, heldur eru þau ómetanleg fyrir samfélagið í Vogum.

Rúnar Amin Vigfússon var kokkur kvöldsins og sjàlfboðaliði. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir 💪❗🧡

#FyrirVoga #ViðerumÞróttur