
Sundnámskeið verður fyrir börn á leikskólaaldri vorið 2023.
Markmið á námskeiðinu er að börnin aðlagist vatninu og finni fyrir öryggi í vatninu. Einnig verður farið í helstu sundtökin. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2017 og 2018.
Hámarksþátttaka 10 börn – Tveir hópar og því getum við tekið á móti 20 börnum.
Þjálfari: Sólrún Ósk Árnadóttir…
Verð: 10.900 kr.
Fyrri tími 17:00-17:45 og seinni tími frá 17:45-18:30.
Börn fædd 2017 og hefja skólagöngu í haust fá forgang á námskeiðið til 4. maí. Við opnum fyrir börn fædd 2018 kl. 14:00 4. maí.
Skráning fer fram á heimasíðu félagsins.