Sund

Spennandi sundvetur í vændum

Það verður öllu tjaldað til á nýju starfsári sunddeildar.
Heiðdís Ninna Skúladóttir verður aðalþjálfari í vetur.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Heiðdís þjálfað sund til fjölda ára og hefur mikla reynslu. Kemur hún úr mikilli sundfjölskyldu og er með miklar tengingar í sundhreyfingunni. Nást hafa samningar við Hrafnhildi Lúthersdóttir og Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur um að vera félaginu til halds og traust í uppbyggingarstarfi þess. Einnig verða þær gestaþjálfarar í vetur og koma á æfingu að lágmarki einu sinni í mánuði og halda utan um fræðsluverkefni gagnvart félaginu og foreldrum.

Sundæfingar fyrir alla aldurshópa hefjast þann 4. september og þeim lýkur 30. maí.

Æfingartímar

September til maí:

  • Sverðfiskar þri og mið kl.16:00 til 17:00 og fö 15:30 til 16:30.
  • Krossfiskar þri og mið kl.16:00 til 17:00 og fö 15:30 til 16:30
  • Flugfiskar þri og mið kl.15:00 til 15:50

Facebookgrúppa

Eingöngu fyrir þjálfara og foreldra. Notaðar í þeim tilgangi að miðla upplýsingum á milli þeirra sem hafa aðgang að síðunni.

Áður en þú setur eitthvað neikvætt á vegginn, heyrðu fyrst í þjálfara. Neikvæð áhrif hafa áhrif á aðra í hópnum.