Sund: Rebekka Magnúsdóttir verður aðalþjálfari í vetur

Með ágúst 29, 2019 Fréttir

Rebekka Magnúsdóttir verður aðalþjálfari í vetur. Skipað verður í foreldraráð í október vegna Akranesleika sem fram fara vorið 2020.

Æfingatímar fara fram á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.

  • 1 – 3 bekkur klukkan 14:00-14:50
  • 4 – 6 bekkur og eldri 15:00 – 16:00
  • Sundæfingar fyrir alla aldurshópa hefjast þann 2. september og þeim lýkur 30. maí 2020.

Hún Rebekka okkar ætlar að taka sundstarfið og lyfta því á hærri stall í vetur. Það gerir hún svo fjarri því ein, foreldrar og aðrir sem starfa fyrir félagið, það muna allir þegar gullaldarár sunddeildar Þróttar stóðu sem hæst yfir, og Þróttarar áttu pleisið á helstu sundmótum landsins. Við þangað „aftur“

Það geta allir prófað sund hjá Rebekku fyrstu vikuna í september

Rebekka er eldhress eins og sjá má á myndinni þegar þjálfarar UMFÞ hittust á dögunum :=)