Sumarfagnaður Þróttar laugardaginn 27. maí – Glæsileg dagskrá frá morgni til kvölds – Landsmót 50+ fer fram í Vogum á næsta ári – Sigurhátíð !

Með maí 22, 2023 Fréttir

Kæru sveitungar & aðrir Þróttarar 

Tilefni þess að Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Vogum á næsta ári ætlar UMFÞ að fagna komu Landsmótsins með frábærum sumarfagnaði….

Klæðum okkur í liti félagsins og höfum gaman saman tilefni dagsins.

Dagskrá: 

  • 11 til 13- Hoppukastali.
  • 11 til 12- Kennsla í Boccia.
  • 13:30 til 14:30- Grillaðir burger og alvöru stemmning á pallinum fyrir leik (Skyggnir með bestu grillarana í Vogum og þó víðar væri leitað)
  • 14 til 16- Þróttur – KF í 2. deild karla og sláarkeppni í hálfleik.
  • 20 til 22- Pétur Jóhann með uppistand í Tjarnasal og miðasala í fullum gangi.

Yngriflokkar í fótbolta verða á Vormóti Þróttar Reykjavík sama dag – Leiktímar liggja fyrir á fimmtudaginn.

Við ætlum að fagna komu Landsmóts 50+ 2024 í Vogum. Hvetjum alla Þróttara til að sækja sama mót í Hólminum 23. -25. júní nk. Eitthvað fyrir alla !