Strandarhlaup Þróttar 12. ágúst 2017. Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

Með ágúst 5, 2017 UMFÞ

Strandarhlaupið er hluti af fjölskylduhátíð sveitarfélagsins Voga og fer fram laugardaginn 12. ágúst kl. 10:00. Allir hlauparar eru velkomnir, byrjendur sem og lengra komnir. ath Bæjarhátíð fer fram viku seinna eða 19. ágúst.

Vegalengdir
5 km og 10 km með tímatöku.

Staðsetning
Hlaupið verður ræst við Vogabæjarhöllina í Vogum, Hafnargötu 17 (áður íþróttamiðstöðin).

Verðlaun
Glæsilegir vinningar frá Dansport/Hummel verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki í báðum vegalengdum. Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

Hlaupaleiðir
5 km hlaupið er ræst við Vogabæjarhöllina. Hlaupið er út Stapaveg þar sem komið er inn á malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inn á göngustígakerfi þar sem hlaupið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn og að Vogabæjarhöllinni.

10 km hlaupið er ræst við Vogabæjarhöllina og liggur um Vatnsleysustrandarveg. 3 km eru á gömlum malarslóða, síðan á Vatnsleysustrandarvegi í fallegu sveitaumhverfi. Að lokum er hlaupinn einfaldur hringur á göngustígum bæjarins að Vogabæjarhöllinni.

 

Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

 

Strandarhlaupið 2017 mynd og aug