Stórleikur föstudaginn 17. júlí þegar Selfoss mætir á Vogaídýfuvöllinn #FyrirVoga –

Með júlí 15, 2020 Fréttir

Meistaraflokkur Þróttar heimsótti Húsavík á laugardaginn og sigraði þar heimamenn í Völsung 1-2 í jöfnum og spennandi leik. Þrótarar eru um miðja deild með átta stig eftir fimm umferðir. 

Á föstudaginn fer fram fyrsti heimaleikur Hemma Hreiðars í Vogum þegar stórveldið Selfoss mætir á svæðið. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Hvetjum við alla sanna Þróttara til að fjölmenna á leikinn og styðja sitt lið til sigurs.

Þróttur – Selfoss föstudaginn 17. júlí klukkan 19:15 á Vogaídýfuvelli.