Stór dósasöfnun – Sækjum dósir og flöskur heim að dyrum – Þriðjudaginn 25. maí milli klukkan 17:00 til 20:00 – Minnum á dósagám félagsins við íþróttasvæðið.

Með maí 21, 2021 Fréttir

Kæru bæjarbúar og aðrir velunnarar.

Þeir snillingar Reynir stjórnarliði og foreldri barna og Matti framkvæmdastjóri Þróttar ætla safna dósum þriðjudaginn 25. maí milli 17:00 til 20:00.

Við hvetjum fyrirtæki, bæjarbúa og alla alvöru Þróttara til að styðja við bakið á barnastarfið með þessum hætti.

Hægt að senda okkur tölvupóst á netfangið throttur@throttur.net eða í síma 892-6789 og við pikkum upp flöskurnar frá ykkur.

Yngriflokkarnir eru að fara á dýr sumarmót. Er markmið okkar að peningurinn renni til þeirra sem og önnur ómissandi verkefni hjá félaginu.