Stjórnarfundur nr 150

Með desember 1, 2021 Fundargerðir

Stjórnarfundur nr 150 fimmtudaginn 26. mars kl. 18:30 í félagsmiðstöðinni

Mættir: Petra R. Rúnarsdóttir, Jóna K. Stefánsdóttir Sólrún Ósk Árnadóttir, Reynir T. Emilsson, Birgitta Ösp Einarsdóttir og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri sem skrifar fundargerð. Davíð Hansen og Katrín Lárusdóttir boðuðu forföll.

1. Hlutverk og starfslýsing stjórnarfólks. Aðalstjórn félagsins ætlar í stefnumótandi vinnu varðandi hlutverk stjórnarliða. Stefnt að því að klára verkefnið fyrir sumarið.

2. Samningur við framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri vék af fundi. Formanni falið að ganga frá samningi.

3. Fjáraflanir. Páskabingó Þróttar hefur verið aflýst vegna fordæmalausra tíma. Þetta er ein helsta fjáröflun aðalstjórnar. Stjórn ákveður að halda páskabingó þegar birtir til í vor. Einnig hefur verið ákveðið að halda tvær dósasafnanir, hefja sölu á Þróttaratreflum og Þróttarahúfum. Hefja sölu á árskortum á meistaraflokksleiki, hagnaður myndi renna til allra deilda innan félagsins. Huga að haustfagnaði Þróttar í október, einnig er í skoðun að fá allar deildir til að halda viðburði í sameiningu félaginu til heilla.

4. Verkefni ársins. Farið yfir verkefni og viðburði ársins. Það styttist í hreyfiviku sveitarfélagsins sem félagið hefur veg og vanda að, skipulagning er í fullum gangi.

5. Aðstaða. Aðalstjórn fékk á dögunum aukaskrifstofu og stjórnarliðar hafa verið að vinna í að setja hana upp. Einnig er vinna í gangi með gömlu skrifstofuna. Verkefnið gengur vel.

6. Covid-19 Aðalstjórn þakkar öllum forráðamönnum og öðrum hjá félaginu fyrir að sýna jákvæðni og þolinmæði á þessum óvissutímum. Engar æfingar eru í gangi. Næstu vikur verða með þeim hætti að þjálfarar félagsins setja inn æfingar á sama tíma og æfingar eiga fara fram. Þjálfarar hafa fengið verklýsingu með hvaða hætti skal vinna verkefnið. Aðalstjórn minnir á mikilvægi þess að iðkendur og aðrir haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar næstu vikurnar. Þróttur mun leggja áherslu á mikilvægi þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð, fylgi tilmælum heilbrigðisyfirvalda og leggi sitt af mörkum til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Æfingar falla líka niður hjá meistaraflokki Þróttar og Vogaþreki Þróttar.

Önnur mál. Erindi hefur borist frá hópi drengja varðandi stofnun meistaraflokks í körfubolta og samhliða því vill hópurinn bjóða uppá körfuboltanámskeið fyrir yngri. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram og kynna á næsta stjórnarfundi. Framkvæmdastjóri hefur nú þegar átt einn fund með hópnum.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar fór fram á dögunum og ekki tókst að manna stjórn deildarinnar. Formaður mun funda með formanni og framkvæmdastjóra deildarinnar á næstu dögum.

Fundi slitið 19:41.