Stjórnarfundur nr. 147

Með desember 1, 2021 Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.147  fimmtudaginn 6. febrúar á skrifstofu Þróttar klukkan 18:00.

Mættir: Baldvin Hróar Jónsson, Gunnar Helgason, Davið Hansen, Jóna Stefánsdóttir og Petra Ruth Rúnarsdóttir.

Dagskrá:

  1. Aðalfundur

Aðalfundur félagsins fer fram fimmtudaginn 27. febrúar 2020 í Álfagerði.

  1. Lagabreytingar

Vinnuhópur hefur verið að störfum að undanförnu varðandi breytingar á lögum félagsins. Petra fer yfir niðurstöðu hópsins og verða drögin lögð fyrir næsta aðalfund.

  1. Undirbúningur umsóknar fyrir 50+

Stjórn UMFÞ ákvað í árslok að sækja um landsmót 50+ árið 2022 þegar félagið verður 90 ára. Hefja þarf undirbúning umsóknar á næstu dögum þar sem opnað verður fyrir umsóknir á næstu vikum.

  1. Húsnæðismál UMFÞ

Farið yfir aðstöðumál og framkvæmdastjóri hefur verið boðaður á fund vegna málsins hjá bæjaryfirvöldum.

Fundi slitið klukkan 18:45.