Stjórnarfundur nr. 145

Með desember 1, 2021 Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.145 fimmtudaginn 7. nóvember á skrifstofu Þróttar klukkan 19:00

Mættir: Petra, Hróar, Sindri, Davíð, Jóna og Marteinn framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð. Gunni og Katrín tilkynntu forföll.

Dagskrá fundar:

  1. Samstarfssamningur við sveitarfélagið.

Félagið hefur verið að funda með bæjarfélaginu vegna endurnýjun samstarfssamnings. Farið yfir samningsdrögin frá Sveitarfélaginu Vogum.

2. Námsstyrkur.

Starfsmaður skrifstofu UMFÞ hefur verið að sækja námskeið sér til eflingar í starfi. Stjórn félagsins hefur ákveðið að styrkja starfsmann 30% af kostnaðarverði námskeiðs.

3. Fjáröflun.

Farið yfir fjáraflanir fyrir jólin. Knattspyrnudeild Þróttar verður með sitt árlega jólahappdrætti. Aðalstjórn félagsins ætlar að hefja sölu á treflum og húfum fyrir jólin. Það mun liggja fyrir á næstu dögum hvað foreldrafélagið mun gera.

4. Landsmót 50+ á 90 ára afmæli UMFÞ.

Stjórn UMFÞ samþykktir einróma að sækja um landsmót 50+ árið 2022, sama ár og Þróttur verður 90 ára.

5. Sjálfboðaliðadagurinn 5. desember 2019.

Annað árið í röð mun félagið bjóða sjálfboðaliðum UMFÞ í kvöldverð og þakka fyrir þeirra framlag til félagsins á árinu.

6. Yfirferð verkefna.

Farið yfir verkefni sem stjórnarliðar þurfa sinna fyrir jólin.

7. Yfirferð laga og lagabreytinga fyrir aðalfund 2020.

Stjórn félagsins ætlar að yfirfara lög félagsins í byrjun janúar .

8. Greiðsla reikninga og almenn umsjón með bókhaldi.

Verklagsreglur yfir bókhald og reikninga félagsins verða yfirfarnar.

9. Gildi félagsins.

Ákveðið að finna gildi sem félagsmenn og aðrir innan félagsins geti tileinkað sér.

Önnur mál.

Fundi slitið 21:11