Stjórnarfundur nr.139 mánudaginn 7. janúar á skrifstofu Þróttar
Fundur settur kl. 18:30.
Mættir: Nökkvi, Davíð, Petra, Veigar, Gunnar og Marteinn framkvæmdastjóri UMFÞ sat einnig fundinn.
Balvin Hróar afboðaði sig vegna flensu.
- Aðalfundur Þróttur 2019.
Stjórn UMFÞ ákveður að aðalfundur félagsins fari fram miðvikudaginn 27. febrúar. Sama bókhaldsþjónusta og undanfarin árin heldur utan um ársreikning.
- Þróttari ársins.
Marteinn og Petru falið að skila tillögum til stjórnar og stefnt að því að velja Þróttara ársins við næstu áramót í samræmi við lög félagsins.
- Samningur við framkvæmdastjóra.
Stjórn UMFÞ ákveður að formaður og gjaldkeri fari yfir samning framkvæmdastjóra og komi með tillögur á næsta stjórnarfundi.
- Utanyfirgallar til yngri iðkenda.
Stjórn Þróttar lýsir yfir miklu þakklæti til allra þeirra sem komu að þessu verkefni.
- Nóra kerfið og heimasíða félagsins.
Kynning á nóra kerfinu sem Þróttur ætlar að taka í notkun. Ákveðið að lén nýju heimasíðunnar verði www.throtturv.is. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
- Meistaraflokkur kvenna.
Þróttur mun senda sameiginlegt lið með Víði Garði í bikarkeppni ksí. Verður þetta annað árið í röð sem félögin senda lið til leiks.
Önnur mál
Rætt um umsóknir í sjóði og einnig farið yfir möguleika á hinum ýmsu fjáröflunum.