Stjórnarfundur nr. 139

Með desember 1, 2021 Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.139 mánudaginn 7. janúar á skrifstofu Þróttar

Fundur settur kl. 18:30.

Mættir: Nökkvi, Davíð, Petra, Veigar, Gunnar og Marteinn framkvæmdastjóri UMFÞ sat einnig fundinn.

Balvin Hróar afboðaði sig vegna flensu.

  1. Aðalfundur Þróttur 2019.

Stjórn UMFÞ ákveður að aðalfundur félagsins fari fram miðvikudaginn 27. febrúar.  Sama bókhaldsþjónusta og undanfarin árin heldur utan um ársreikning.

  1. Þróttari ársins.

Marteinn og Petru falið að skila tillögum til stjórnar og stefnt að því að velja Þróttara ársins við næstu áramót í samræmi við lög félagsins.

  1. Samningur við framkvæmdastjóra.

Stjórn UMFÞ ákveður að formaður og gjaldkeri fari yfir samning framkvæmdastjóra og komi með tillögur á næsta stjórnarfundi.

  1. Utanyfirgallar til yngri iðkenda.

Stjórn Þróttar lýsir yfir miklu þakklæti til allra þeirra sem komu að þessu verkefni.

  1. Nóra kerfið og heimasíða félagsins.

Kynning á nóra kerfinu  sem Þróttur ætlar að taka í notkun. Ákveðið að lén nýju heimasíðunnar verði www.throtturv.is. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Meistaraflokkur kvenna.

Þróttur mun senda sameiginlegt lið með Víði Garði í bikarkeppni ksí. Verður þetta annað árið í röð sem félögin senda lið til leiks.

Önnur mál

Rætt um umsóknir í sjóði og einnig farið yfir möguleika á hinum ýmsu fjáröflunum.