Stjórnarfundur 162

Með apríl 20, 2022 Fundargerðir

Stjórnarfundur 162 fimmtudaginn 2. desember í félagsherbergi UMFÞ.

Fundur hófst 18:43 og fundi lauk 19:29.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Jóna Stefánsdóttir og Davíð Hansen. Marteinn Ægisson starfsmaður UMFÞ ritar fundargerð.

Katrín Lárusdóttir og Reynir Emilsson tilkynntu forföll.

  1. Samstarf um rekstur íþróttamiðstöðvar.

Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ fór yfir verkefnið. Formlegar viðræður hófust í sumar. Endanleg niðurstaða ætti að liggja fyrir jól hvort samningar takist á milli aðila.

  1. Sjálfboðaliðadagur og styrktaræfing

Vegna samkomutakmarkana getur UMFÞ ekki haldið uppá dag sjálfboðaliða 5. desember nk. Laugardaginn 4. desember fer fram árleg fjáröflunaræfing Vogaþreks. Ákveðið hefur verið að allt fé renni til Minningarsjóðs Hróars.

  1. Nýr starfsmaður

Ungmennafélagið Þróttur hefur verið úthlutað starfi í gegnum ”hefjum störf” úrræði stjórnvalda og á ráðningarstyrk til næstu sex mánaða. Starfsmaður kynntur til leiks og á næstu dögum mun tilkynning birtast á heimasíðu.

 

  1. Foreldrafundur – yfirlit

Aðalstjórn hélt foreldrafund 27. október sl. Góð þátttaka foreldra og uppbyggilega umræður áttu sér stað. Stjórn UMFÞ þakkar öllum þeim foreldrum sem tóku þátt í fundinum og fyrir þeirra hugmyndum.

  1. Rafíþróttir „Yfirferð“

Petra Ruth Rúnarsdóttir fór yfir málið og sagði frá því sem hefur átt sér stað að undanförnu. Aðalstjórn félagsins hefur sent inn erindi til bæjarráðs og óskað eftir fjárstuðningi svo hægt sé að hefja rafíþróttir hjá félaginu.

  1. Minningarsjóður Hróars

Framkvæmdastjóri fór yfir prókúruhafa og næstu skref sjóðsins.

  1. Skinfaxi

Stjórnarliðar og aðrir félagsmenn hvattir til að lesa Skinfaxa. Þar eru að finna fróðleiksmola frá öðrum aðildarfélögum innan UMFÍ og hægt að fá góðar hugmyndir.

Önnur mál.