Stjórnarfundur 157

Með júlí 23, 2021 desember 1st, 2021 Fundargerðir

Stjórnarfundur 157

 

Mætt: Petra R. Rúnarsdóttir, Jóna K. Stefánsdóttir, Reynir Emilsson, Katrín Lársdóttir var í gegnum fjarfundarbúnað. Davíð Hansen forfallaðist. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri UMFÞ sat fundinn og var fundarritari.

Fundarmál.

 

  1. Stjórn skiptir með sér verkum.

Stjórnarliðar skipta með sér verkum eftir síðasta aðalfund.

  1. Stórafmæli UMFÞ 2022.

Félagið á stórafmæli á næsta ári og að því tilefni á að gefa út veglegt afmælisblað þar sem stiklað er á því helsta í 90 ára sögu félagsins. Stjórn félagsins ákveður að stofna afmælisnefnd um verkefnið. Markmið nefndarinnar verður safna efnislegum heimildum úr sögu og starfi félagsins. Tinna Hallgrímsdóttir mun leiða verkefnið fyrir hönd félagsins og kann stjórn henni miklar þakkir fyrir.

  1. Páskabingó 2021.

Árlegt páskabingó UMFÞ og ein mikilvægasta fjáröflun félagsins mun fara fram mánudaginn 29. mars. Framkvæmdastjóra falið að undirbúa viðburðinn.

Önnur mál.

Katrín kemur með ábendingu varðandi kaup á keppnisbúningum. Það er ekki nægjanlega skýrt á heimasíðu hvar forráðamenn og aðrir geti nálgast keppnisfatnað. Stjórn ákveður að útbúa tengil frá heimasíðu inná heimasíðu Jakosport, einnig er framkvæmdastjóra falið að heyra í Jakosport varðandi söludag í Vogum.

 

Fundi slitið 19:02.