Stjórnarfundur 152 á skrifstofu félagsins 13. ágúst 2020 klukkan 19:00
Mætt: Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Birgitta Ösp Einarsdóttir, Katrín Lára Lárusdóttir, Davíð Hansen, Reynir Emilsson, Sólrún Ósk Árnadóttir og Marteinn Ægisson.
Dagskrá:
- Yfirferð vetrarstarf 2020-21.
Starfið verður með sama hætti og á síðasta ári. Vetrarbæklingur og æfingatímar verða gefnir út í kringum 24. ágúst nk.
Þjálfararáðningar ganga vel fyrir veturinn og endanlegur þjálfarahópur liggur fyrir á allra næstu dögum. Farið yfir starfið í heild sinni.
Æfingagjöld verða ekki hækkuð í knattspyrnu, júdó og sundi. Systkyna-afsláttur/iðkenda afsláttur á hvert heimili hækkar um 5%.
- Andlát.
Baldvin Hróar Jónsson fyrrum formaður UMFÞ lést langt fyrir aldur fram þann 9. júlí sl. Hróar sat í aðalstjórn Þróttar samfleytt 2016 til 2020, Hróar var formaður UMFÞ 2017 til 2019.
Þróttur Vogum sendir eiginkonu, börnum, öðrum ástvinum og samstarfsfólki innilegar samúðarkveðjur.
Önnur mál.
Fjölskyldudagar í Vogum voru ekki haldnir í ár. Fjárhagslegt tjón UMFÞ er talsvert þar sem félagið hefur stólað á ýmsar fjáraflanir í tengslum við hátíðina.
Fundi slitið 19:51.