Stjórnarfundur 151

Með desember 1, 2021 Fundargerðir

Stjórnarfundur 151 á skrifstofu félagsins 4. júní 2020 klukkan 19:00.

Mættir: Petra Ruth, Jóna Kristbjörg, Katrín, Davíð, Reynir, Sólrún og Marteinn.

Birgitta boðaði forföll.

Dagskrá:

  1. Umsókn – Landsmót 50+

Ungmennafélagið Þróttur hyggst sækja um að halda Landsmót UMFÍ fyrir aldurshópinn 50+ í Sveitarfélaginu Vogum árið 2022, en það ár er einmitt 90 ára afmælisár ungmennafélagsins. Umsóknin er klár til afhendingar og mun formaður UMFÞ funda á næstu dögum með fulltrúum UMFÍ.

  1. Dósagámur og fjáraflanir.

Stjórnarliðar tæmdu gáminn á dögunum og fékkst útur þeirri söfnum 40000kr. Á síðustu vikum hefur borið á því að verið sé að stela úr gámnum og hefur félagið brugðist við með þeim hætti að támurinn er tæmdur alla daga vikunnar. Farið yfir aðrar fjáraflanir.

  1. Framlag ÍSÍ vegna Covid.

ÍSÍ hefur verið að greiða út ríkisstyrki að undanförnu vegna áhrifa af Covid. Framlagið er ekki styrkur heldur hugsað til að koma til móts við það tjón sem hefur orðið innan íþróttahreyfingarinnar. Stjórn UMFÞ samþykkir að skipta fjármagni á milli aðalstjórnar og KND.

  1. Framlag frá KSÍ vegna Covid.

Framlag KSÍ er ekki styrkur heldur hugsað til að koma til móts við það tjón sem hefur orðið innan félaga vegna Covid. Stjórn UMFÞ samþykkir að skipta fjármagni á milli aðalstjórnar og KND.

  1. Samstarf milli UMFÞ og KND í sumar vegna heimaleikja og annara viðburða.

Í sumar mun aðgangseyrir á heimaleiki meistaraflokks skiptast á milli barna/unglingastarfs og meistaraflokks. Aðalstjórn mun aðstoða við umgjörð heimaleikja í sumar. Einnig er verið að búa til árskort sem fer í sölu á næstu dögum, allur hagnaður mun skiptast á milli aðalstjórnar og KND. Farið yfir viðburð í tengslum við lokahóf í haust og tengja hann við félagið í heild sinni.

  1. Yfirferð mála og hvað er í boði hjá UMFÞ.

Farið yfir starfið í sumar.

  1. Reglur um viðurkenningar.

Verið er að leggja lokahönd á reglugerð um viðurkenningar handa félagsmönnum sem vinna gott starf félaginu og iðkendum til heilla. Verður lagt fyrir á næsta stjórnarfundi til samþykktar.

  1. Kótilettukvöld með Skyggni.

Fulltrúar Skyggnis höfðu samband með samstarf við hið margrómaða kótilettukvöld Skyggnis. Ungmennafélagið þakkar fyrir þann heiður sem félaginu er sýndur fyrir að vera boðið að að taka þátt í viðburði sem þessum. Einnig vill stjórn UMFÞ nota tækifærið og þakka Skyggni fyrir sitt framlag í umsóknarferli til Landsmótsumsóknar. Framkvæmdastjóra falið að funda með Skyggni vegna málsins.

  1. Hreyfivika UMFÍ.

UMFÞ tók þátt í hreyfiviku UMFÍ og stóð fyrir fjölmörgum viðburðum sem heppnuðust vel. Minjafélagið skipulagði göngu frá Grindavík til Voga og félagið leitaði til Sveitarfélagsins Voga um að laugin yrði opin til miðnættis fyrir göngugarpa og aðra íbúa sveitarfélagsins. UMFÞ þakkar öllum iðkendum sem tóku þátt og öðrum sem lyftu hreyfivikunni á hærri stall fyrir sitt framlag og samverunar á hreyfiviku UMFÍ.

Önnur mál.

Fjölskyldudagar í Vogum. Ekki liggur fyrir hvort hátíðin fari fram vegna Covid.

Fundi slitið 20:08.