31. ágúst 2011

 

Fundur nr. 61

 

Fundur haldinn hjá UMFÞ miðvikudaginn 31. ágúst 2011 kl. 19:30 í íþróttahúsinu Vogum.

 

Mættir eru: Kristján Árnason, Heiða Elísdóttir, Sandra Helgadóttir, Björn Sæbjörnsson og Sigríður Vigdís Þórðardóttir framkvæmdarstjóri.

 

1. Nýr framkvæmdastjóri undirritar ráðningasamning

Sigríður Vigdís Þórðardóttir skrifaði undir ráðningasamning og hefur störf hjá Þrótti nú þegar.

 

2. Fótboltaþjálfarar undirrita ráðningasamninga.

Baldvin J. Baldvinsson, Marteinn Ægisson og Vignir Arason mættu og undirrituðu þjálfarasamning hjá Þrótti. Marteinn ætlar að athuga með áhugasama aðila sem gætu komið að rekstri meistaraflokks.

 

3. Uppskeruhátíð.

Uppskeruhátíðin verður haldinn þann 8.september n.k. klukkan 18:00. Mun Þróttur sjá um að útvega Kaffi, gos og svala en krakkarnir munu sjá um að útvega kökur. Einnig mun fara fram verðlaunaafending. Heiða tók að sér að hafa samband við foreldrafélagið og bjóða þeim að vera með á hátíðinni.

 

4. Önnur mál.

Íþróttadagurinn verður haldinn fyrstu vikuna í október, mjög líklega á föstudegi.

 

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið klukkan 21:21