
Á stjórnarfundi aðalstjórnar þann 14. janúar sl. ákvað stjórn UMFÞ að setja saman reglugerð til að heiðra félagsmenn og aðra sem starfa fyrir félagið.
Sjá bókun stjórnar. „Stjórn félagsins hefur sett saman reglugerð fyrir viðurkenningar innan félagsins og skal reglugerðin endurskoðuð árlega. Á næstu dögum verður reglugerðin kynnt á heimasíðu félagsins“
Reglugerð fyrir viðurkenningar hjá UMFÞ. Skrásett 14. janúar 2021.
Val á íþróttamanni ársins eða Þróttara hjá Ungmennafélaginu Þrótti mun fara fram á tímabilinu 1. desember – 31. janúar ár hvert. Sá aðili sem valinn er íþróttamaður ársins hlýtur til varðveislu farandgrip í eitt ár og að auki staðfestingargrip til eignar. Aðalstjórn tekur saman afrek íþróttamanna í samstarfi við þjálfara og aðrar deildir félagsins.
Allir iðkendur innan félagsins sem vinna til Íslandsmeistaratitils eða keppa fyrir hönd Íslands fá viðurkenningu.
Heiðursfélaga má kjósa og skal þeim afhent heiðursmerki Þróttar. Heiður þessi er sá æðsti er félagið veitir. Kosning heiðursfélaga skal fara fram á stjórnarfundi aðalstjórnar.
Eftirfarandi heiðursmerki skulu veitt með samþykki aðalstjórnar:
Gullmerki UMFÞ fyrir frábær störf í þágu félagsins en þó aldrei fyrr en eftir 20 ára starf eða keppni fyrir félagið.
Silfurmerki UMFÞ með fyrir 15 ára frábært starf eða keppni fyrir félagið.
Bronsmerki UMFÞ fyrir 10 ára starf eða keppni fyrir félagið.
Sérstök þakkarviðurkenning sem aðalstjórn leyfist að veita, ef hún telur ástæðu til.
Einnig má bronsmerki vera veitt til erlendra eða innlendra aðila sem hafa starfað í þágu félagsins ef aðalstjórn finnst ástæða vera til.
Aðlstjórn Þróttar getur sæmt félagsmenn og iðkendur gull, silfur eða bronsmerki félagsins þegar sérstök ástæða er til en er sú ákvörðun þó háð meirihluta samþykkis aðalstjórnar.
Starfs- og keppnisaldur skal miðaður við 16 ára aldur.