Starf UMFÞ í dag – Tökum á móti ábendingum – Félagskaffi – Getraunakaffi – Vogaþrek – Unglingahreysti – Íþróttaskóli barna – Boltaskóli Þróttar – Knattspyrna – Júdó – Sund – Blak – Körfubolti – Hreyfivika Sveitarfélagsins Voga – Viðburðir – Skrifstofa UMFÞ. 

Með október 30, 2020 Fréttir

Staðan 30. október 

Þessi upplýsingapóstur ætti að svara spurningum félagsmanna

Félagið fer eftir öllum þeim tilmælum og reglugerðum sem koma frá heilbrigðisyfirvöldum og íþróttayfirvöldum. Einnig hafa sérsambönd innan ÍSÍ búið til aðgerðaáætlanir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu viðeigandi sérsambands, sem fyrr hvetjum við alla til að fylgast vel með heimasíðum ÍSÍ og UMFÍ sem halda vel utan um þær reglur sem eru í gildi hverju sinni. Einnig hvetjum við alla félagsmenn til að fylgjast vel með heimasíðu Þróttar þar sem hlutirnir geta breyst með skömmum fyrirvara og haft áhrif á viðburði/æfingar. 

Von er á harðari aðgerðum frá heilbrigðisyfirvöldum í dag „föstudag 30 okt.“. Við munum reyna eftir fremsta megni að að halda okkar fólki vel upplýstu, því það er nokkuð ljóst að þær aðgerðir hafa áhrif á starfsemi félagsins næstu tvær vikurnar. 

Stjórn félagsins fundar eftir helgi. Tökum fagnandi á móti öllum ábendingum sem geta mögulega bætt lýðheilsu bæjarbúa. throttur@throttur.net

Félagskaffi – Getraunakaffi – Vogaþrek – Unglingahreysti – Íþróttaskóli barna – Boltaskóli Þróttar – Knattspyrna – Júdó – Sund – Blak – Körfubolti – Hreyfivika Sveitarfélagsins Voga – Viðburðir á vegum félagsins – Skrifstofa UMFÞ í íþróttamiðstöð. 

Barna og unglingastarf Þróttar: Öll starfsemi og aðrar íþróttagreinar fyrir börn og unglinga sem fædd eru 2005 og síðar er óbreytt með þó áherslu á smitvarnir. Foreldrar, vinsamlegast ekki koma inn í Vogabæjarhöllina þegar verið er að skutla eða sækja börn á æfingar. Æfingar í Knattspyrnu sundi, unglingahreysti og júdó hafa haldið sér síðustu vikurnar. 

Boltaskóli Þróttar fyrir börn á leikskólaaldri fór ekki á stað í október eins og til stóð vegna Covid þar sem foreldrar þurfa fylgja börnunum með á æfingar. Íþróttaskóli barna fyrir börn á leikskólaaldri fór í hlé 7. október sl. að beiðni aðgerðastjórnar Voga. Þegar æfingar geta hafist að nýju fyrir leikskólabörnin þá er mikiðvægt að foreldra kynni sér þær reglur sem verða í gildi. Aðeins eitt foreldri með hverju barni og fullorðnir beri grími í íþróttasal ásamt þjálfara. 

Vogaþrek Þróttar hefur ekki farið fram frá því um síðustu mánaðarmót vegna hertra aðgerða. Daníel þjálfari hefur engu að síður verið að senda iðkndum heimaæfingar af og til. 

Meistaraflokkur Þróttar í knattspyrnu: Æfingar hafa verið í gangi í samræmi við reglur og tilmæli yfirvalda. ÍSÍ og KSÍ hafa sent leiðarvísi hvernig æfingum skal háttað í miðjum kórónufaraldri og hefur félagið farið eftir því í hvívetna. 

Meistaraflokkar í blaki: Þrátt fyrir að heimilt hafi verið að æfa utan höfuðborgarsvæðis og æfingar meistaraflokka heimilaðar yfir allt landið frá og með 21. október sl. Þá hafa engar æfingar farið fram hjá meistaraflokki Þróttar í blaki vegna harðari aðgerða aðgerðastjórnar Voga. Þegar æfingar geta hafist að nýju þá verður félagið reiðbúið til að æfa í samræmi við reglur og tilmæli yfirvalda. ÍSÍ og Blaksamband Íslands hafa sent leiðarvísi hvernig æfingum skal háttað í miðjum kórónufaraldri. 

Meistaraflokkur í körfubolta: Þrátt fyrir að heimilt hafi verið að æfa utan höfuðborgarsvæðis og æfingar meistaraflokka heimilaðar yfir allt landið frá og með 21. október sl. Þá hafa engar æfingar farið fram hjá meistaraflokki Þróttar í körfubolta vegna hertra aðgerða aðgerðastjórnar Voga. Þegar æfingar geta hafist að nýju þá verður félagið reiðbúið til að æfa í samræmi við reglur og tilmæli yfirvalda. ÍSÍ og KKÍ hafa sent leiðarvísi hvernig æfingum skal háttað í miðjum kórónufaraldri.

Hreyfivika Sveitarfélagsins Voga sem átti að fara fram í byrjun október var frestað ásamt æfingum oldboys í knattspyrnu. 

Þar sem að 40 manns taka þátt í félagskaffi Þróttar hefur verið gert tímabundið hlé. Getraunastarfið fer fram með breyttum áherslum, þátttakendur senda raðirnar til tippstjóra. 

Skrifstofan félagsins er opin félagsmönnum í síma alla daga. Ef það þarf að hitta framkvæmdastjóra Þróttar á skrifstofutíma þarf að hringja og panta viðtal í síma 892-6789 milli klukkan 9:00 og 17:00. 

Stjórn, þjálfarar og sjálfboðaliðar félagsins sem sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið er heimilt að sinna sínum störfum í félagsaðstöðu og æfingaaðstöðu svo framarlega sem farið er eftir öllum sóttvarnarreglum sem eru í gildi. 

Félagið hefur verið að skipuleggja eftirfarandi viðburði sl. vikurnar lokahóf meistaraflokks í knattspyrnu, lokahóf getraunadeildar, kótilettukvöld Skyggnis og Þróttar, sjálfboðaliðadaginn 5. desember, hreyfiviku Sveitarfélagsins Voga, heimaleiki meistaraflokka og margt fleira. Það er allt óljóst hvað er framundan og hvort viðburðir fari fram yfir höfuð.