Sjálfboðaliðar hjá Þrótti „Ómetanlegt“

Með júní 24, 2018 UMFÞ

Núna eru fjölskyldur í Vogum á fullu að undirbúa sig fyrir komandi fótboltamót barna sinna og mikil tilhlökkun í gangi. Foreldrar eru að taka mikla vinnu á sig og allt í sjálfboðaliða starfi. Stjórn félagsins langar að þakka öllu þessu frábæra fólki fyrir að gera upplifun okkar þátttakanda sem besta.

Við hvetjum foreldra til að vera dugleg að senda okkur myndir á throttur@throttur.net frá eftirfarandi mótum. ( Norðurálsmótið, Símamótið, Orkumótið og N1-mótið )

Það er mikil gleði í gangi þessa daganna. Ísland er á HM og meistaraflokkur Þróttar eru að stimpla sig inn með eftirminnilegum hætti í 2. deildinni. Þróttarar og bæjarbúar fylgja sér á bakvið sín lið.

Við erum með frábæra knattspyrnuaðstöðu og bjart fram á kvöld. Hvetjum krakkana okkar til að leika sér í bolta og herma eftir Ronaldo eða Gylfa.

Það er Þróttur í okkur öllum