Selfoss – Þróttur V. 19. sept „Myndaveisla“

Með september 20, 2020 Fréttir

Þróttarar með sannfærandi sigur á Selfyssingum.
Fyrir vikið eru Þróttarar nú komnir í bullandi toppbaráttu.

Selfoss 1 – 4 Þróttur V

0-1 Örn Rúnar Magnússon (‘4 )
0-2 Andri Jónasson (’10 )
0-3 Ethan James Alexander Patterson (’12 )
0-4 Hubert Rafal Kotus (’17 )
1-4 Hrvoje Tokic (’49 )

Með sigrinum er Þróttur nú komið í þriðja sæti 2. deildar, aðeins þremur stigum á eftir Selfossi. Enn eru fimm umferðir eftir í deildinni og fimmtán stig í boði svo það er allt galopið í deildinni. Kórdrengir eru á toppnum með 40 stig, Selfoss 37, Þróttur 34.

Þrátt fyrir vitlaust veður þá fengum við alvöru stuðning. Okkar besta fólk öskraði okkur áfram.

Miklar þakkir til ykkar allra. Algjörlega ómetanlegt.

Myndir frá Hrefnu Morthens og kunnum við henni bestu þakkir fyrir að fá að birta þær.