Rausnarleg gjöf til iðkenda Þróttar frá Stofnfiski. 

Með janúar 21, 2021 Fréttir

Iðkendur Þróttar Vogum fengu rausnarlega gjöf á aðventunni er Stofnfiskur gaf öllum iðkendum í öllum greinum/flokkum jakka að gjöf. Það er mikilvægt að standa saman á tímum sem þessum. Markmið Stofnfisks með þessu verkefni er að efla félagsandann, hlúa að iðkendum, sjá til þess að allir iðkendur séu vel merktir félaginu og koma til móts við iðkendur sem hafa misst úr æfingar vegna Covid-19.

Stofnfiskur er mikilvægur styrktaraðili félagsins og hafa komið að fjölmörgum verkefnum sem stuðla að frekari uppbyggingu félagsins síðustu árin. Fyrir það erum við gríðarlega þakklát.

Mynd:

Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ, Davíð Harðarson framleiðslustjóri hjá Stofnfiski, Reynir Emilsson stjórnarliði hjá UMFÞ og Róbert Rúnarsson sölustjóri hjá Stofnfiski. Á myndinni eru ungir iðkendur með þeim á myndinni vel merkt félaginu.

#fyrirVoga