
Vegna Covid þurfa forráðamenn að nálgast vindjakka í verslun Jakosport sem er að finna við Smiðjuveg 74 í Kópavogi milli klukkan 09:00 – 18:00 á virkum dögum, frá og með 2. des til 15. des.
Opið á laugardögum klukkan 11:00 til 15:00. Hámark 10 manns inní versluninni í einu og grímuskylda.
Farið er eftir skráningum í Nóra 2. des sl. Jói og Beta taka vel á móti ykkur !!!
Stofnfiskur styður barna- og unglingastarf Þróttar Vogum með myndarlegum hætti.
Það er mikilvægt að standa saman á tímum sem þessum. Allir iðkendur Þróttar skráðir í Nóra fá í desember. Markmiðið er að efla félagsandann í félaginu, hlúa að krökkunum, sjá til þess að allir iðkendur séu vel merktir félaginu á öllum mótum og koma til móts við iðkendur sem hafa misst úr æfingar vegna Covid.
Júdó, sund, unglingahreysti og knattspyrna. Farið verður eftir skráningum í Nóra dags. 29. nóv. (Bætt við 1. des 2020) Börn í íþróttaskóla Þróttar á laugardögum og boltaskóla Þróttar fá líka galla. Einn jakki á mann og líka á þá sem eru skráðir í fleiri en eina grein.
Jakosport hefur hent í tilboð á ýmsum Þróttaravarningi fyrir jólin og hægt er að kynna sér Þróttarahornið í búðinni.