Petra Ruth nýr formaður UMFÞ

Með mars 1, 2019 Fréttir

Petra Ruth Rúnarsdóttir nýr formaður UMFÞ

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar, UMFÞ, í Vogum fór fram á miðvikudagskvöld. Baldvin Hróar Jónsson bauð sig ekki fram eftir tveggja ára setu sem formaður. Hann verður þrátt fyrir það áfram í stjórn félagsins. Petra Ruth var því sjálfkjörinn formaður. Petra er með Bs gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og útskrifast sem IAK einkaþjálfari í vor. Petra starfar í dag sem sérkennari á leikskóla.
Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á árinu, þá varð hagnaður á árinu. Meirihluti hagnaðar er tilkomin að mestu vegna öflugra styrktaraðila, aðhaldsaðgerða, fjölgun iðkenda, HM framlags frá KSÍ og einnig hefur gengið betur að innheimta æfingagjöld eftir að stjórn gerði breytingar á innheimtu og skráningu.
Sjá alla fréttina hér: http://www.vf.is/frettir/petra-ruth-runarsdottir-nyr-formadur-umfth/86583?fbclid=IwAR0QuNCH9VPjqRTQnqzX7EUfvzTDAOBLhzDsYXHmdNFtO5-FfColT_iKXjw