Páskabingó Þróttar verður með rafrænum hætti þetta árið ! ALVÖRU FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Í BEINNI!

Með mars 26, 2021 Fréttir

Eins og allir vita þá er páskabingó Þróttar mikilvægasta fjáröflun félagsins á hverju ári og árleg hefð fjölskyldum í Vogum.

Þar sem félagið festi kaup á fjölmörgum eggjum og til að koma í veg fyrir fjárhagslegt tjón þá ætlum við að vera með 40 til 60 mín skemmtun miðvikudagskvöldið 31. mars.

Páskabingó Þróttar verður með rafrænum hætti þetta árið !
ALVÖRU FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Í BEINNI!

• Páskaeggjahappdrætti Þróttar fer fram miðvikudaginn 31. mars í beinni útsendingu á facebooksíðu Þróttar og hefst klukkan 20:00
• Bæjarbúar sem eru ekki með facebooksíðu geta líka tekið þátt með því að fara inná heimasíðu UMFÞ
• Frábær fjölskylduskemmtun og fjölmargir vinningar
• Stjórnarliðar ganga í hús og selja miða mánudaginn 29. mars
• www.throtturvogum.is ALLAR UPPLÝSINGAR!

Tökum þátt og styrkjum gott málefni! #fyrirVoga