Páskabingó Þróttar fer fram í júní – Með bros á vör og sól í hjarta – Þakkir til foreldra

Með mars 26, 2020 Fréttir

Páskabingó Þróttar frestað !

Á fundi aðalstjórnar í kvöld var ákveðið að fresta páskabingó félagsins til júní. Kom ekki til greina að fella viðburðinn niður sem hefur farið fram samfleytt frá árinu 1980 & eitthvað 🤔🥴

Stjórn bókaði eftirfarandi í kvöld.

Páskabingó Þróttar hefur verið aflýst vegna fordæmalausra tíma. Þetta er ein helsta fjáröflun aðalstjórnar. Stjórn ákveður að halda páskabingó þegar birtir til í vor. Einnig hefur verið ákveðið að halda tvær dósasafnanir, hefja sölu á Þróttaratreflum og Þróttarahúfum. Hefja sölu á árskortum á meistaraflokksleiki, hagnaður myndi renna til allra deilda innan félagsins. Huga að haustfagnaði Þróttar í október, einnig er í skoðun að fá allar deildir til að halda viðburði í sameiningu félaginu til heilla.

Önnur bókun vegna Covid 19

Aðalstjórn þakkar öllum forráðamönnum og öðrum hjá félaginu fyrir að sýna jákvæðni og þolinmæði á þessum óvissutímum. Engar æfingar eru í gangi. Næstu vikur verða með þeim hætti að þjálfarar félagsins setja inn heimaæfingar á sama tíma og æfingar eiga fara fram. Þjálfarar hafa fengið verklýsingu með hvaða hætti skal vinna verkefnið. Aðalstjórn minnir á mikilvægi þess að iðkendur og aðrir haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar næstu vikurnar. Þróttur mun leggja áherslu á mikilvægi þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð, fylgi tilmælum heilbrigðisyfirvalda og leggi sitt af mörkum til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Æfingar falla líka niður hjá meistaraflokki Þróttar og Vogaþreki Þróttar.

Mynd:

Stjórnarliðar fóru í símann til að sækja sér fylgiskjal. Ekki dæma kæru Þróttarar 😅😅😅