Opnunartímar skrifstofu yfir jól og áramót – Opið hús á milli jóla og nýárs fyrir alla – Jólafrí hefst 17. des og æfingar fara aftur í gang 5. jan.

Með desember 15, 2020 Fréttir

Yfir hátíðarnar verður skrifstofa Ungmennafélagsins Þróttar lokuð frá og með 22. desember og opnar aftur 4. janúar 2021.

Opnunar– og afgreiðslutími verður sem hér segir:

  • 18. desember: Opið frá kl. 9-12
  • 21. desember: Opið frá kl. 9-12
  • 4. janúar: Opið frá kl. 9-17 

Síðasti dagur æfinga í barna og unglingastarfinu fer fram miðvikudaginn 16. desember. Æfingar hefjast aftur þriðjudaginn 5. janúar. 

Við vekjum athygli á því að einhverjir þjálfarar eru með aukaæfingar eða aðra viðburði á milli 17. desember og 5. janúar. Biðjum foreldra að fylgjast vel með öllum þeim upplýsingum sem koma frá þjálfurum. 

Opnar æfingar á milli jóla og nýárs. Öllum er frjálst að mæta og prófa æfa hjá Þrótti. 
 
Sunddeild:
(Eldri og yngri) 1. bekkur til 6. bekkur. 
Opnar æfingar verða mánudaginn 28. des milli 11:00 til 13:00. 
 
Júdódeild: 
Opnar æfingar miðvikudaginn 30. des milli 15:00 til 17:00.
 
Opnar æfingar verða í yngriflokkunum í knattspyrnu þriðjudaginn 29. des milli 11:00 til 14:00. 
 
Unglingahreysti Þróttar: 
Aukaæfing þriðjudaginn 29. des kl. 17 
 
Við biðjum foreldra um að koma ekki og horfa á æfingar til 12. janúar nk. vegna Covid. 
 
Við hjá Þrótti óskum ykkur öllum ánægjulegrar aðventu og jólahátíðar.

Bestu kveðjur,

Stjórn, þjálfarar og aðrir hjá Þrótti.