Nýr þjálfari í júdó: Gummi er mættur á heimaslóðir !

Með ágúst 29, 2019 Fréttir

Guðmundur Stefán Gunnarsson hóf sinn júdóferil í Vogum hjá Magga Hauks á sínum tíma, upplifði alla þá gleði, stemmningu og glæsta sigra þegar Maggi skilaði mörgum meistaratitlum heim.

Gummi er einnig þjálfari hjá júdódeild UMFN og á mikinn þátt í þeim uppgangi sem hefur verið hjá UMFN síðustu árin.

Þegar starfið er farið almennilega gang er stefnan sett á foreldrafund og á þeim fundi verður farið yfir komandi starfsár og Gummi mun kynna sig.

Æfingatímar fara fram á miðvikudögum og föstudögum í vetur.

  • 1 – 4 bekkur klukkan 17:00-18:00
  • 5 – 8 bekkur og eldri 18:00 – 19:30
  • Júdó fyrir alla aldurshópa hefst þann 4. september og lýkur 30. maí. Æfingar fara fram tvisvar í viku, miðvikudaga og föstudaga.

Það eru allir velkomnir að prófa júdóæfingar hjá Gumma næstu tvær vikurnar og hvetjum við alla til að mæta. 

Á myndinni eru Gummi þjálfari og Petra formaður eiturhress við undirskrift samninga fyrir komandi starfsár