Nýr leikmaður kynntur til leiks ⚽👊❗👈

Með janúar 12, 2020 Fréttir

Með stolti kynnum við til leiks hinn bráðefnilega Júlíus Óla Stefánsson.

Júlíus Óli Stefánsson, sem er fæddur árið 1998, spilaði upp alla yngri flokka hjá Blikum. Hann spilaði sex leiki í 2. deildinni á síðasta tímabili en hann lék fjóra með Selfoss og tvo með Fjarðabyggð.
Júlíus Óli hefur nú samið við Þrótt til tveggja ára og lék sinn fyrsta leik á móti Haukum á föstudagskvöldið.