Myndir: Þróttur – Völsungur

Með september 9, 2020 Fréttir, Knattspyrna

Þróttarar mættu Völsungi frá Húsavík á laugardaginn í 2. deild karla. Með sigrinum eru Þróttarar enn nálægt toppi deildarinnar, sitja í fjórða sæti aðeins sex stigum frá Kórdrengjum og Selfossi.

Þrótti gekk erfiðlega að brjóta niður vörn Völsungs og var fyrri hálfleikur markalaus. Á 57. mínútu skoraði Alexander Helgason fyrsta mark Þróttar og Alexander var aftur á ferðinni tæpum tíu mínútum síðar (66′) þegar hann kom Þrótti í 2:0. Skömmu fyrir leikslok innsiglaði Hubert Rafal Kotus sigurinn þegar hann skoraði þriðja og síðasta mark heimamanna (88′).

Þróttarar heimsækja lið ÍR-inga í kvöld og hefst leikurinn klukkan 17:15.

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar