
Þróttur V. lagði Víði í dramatískum nágrannaslag þann 14. ágúst sl. þar sem gestirnir frá Garði komust í tveggja marka forystu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Þetta var fyrsti leikur eftir Covid hlé.
Þróttur V. 3 – 2 Víðir
0-1 Hólmar Örn Rúnarsson (‘8)
0-2 Guðmundur Marinó Jónsson (’13)
1-2 Alexander Helgason (’18)
2-2 Stefan Spasic (’77, sjálfsmark)
3-2 Alexander Helgason (’89)
Þróttarar taka á móti KF á morgun í Vogum og hefst leikurinn klukkan 15.
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar