Myndir Þróttur V. – Leiknir F.

Með ágúst 22, 2021 Fréttir, Knattspyrna

Háspenna í dag á móti Leikni frá Fáskrúðsfirði en okkur tókst að landa sigrinum, undir lokin. Sigurður Gísli Snorrason kom Þrótti í forystu af vítapunktinum á 81. mínútu og bætti Ruben Lozano Ibancos við öðru marki í uppbótartíma.

Þróttur eru með 38 stig á toppnum, fjögurra stiga forskot á næsta lið og fimm stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

Næsti leikur fer fram á Húsavík þegar Þróttarar heimsækja Völsung laugardaginn 28. ágúst.

Miklar þakkir til allra fyrir frábæra mætingu í dag – Frábær stuðningur 🧡🖤 Skyggnir og allir aðrir sjálfboðaliðar – Mikið þakklæti til ykkar allra við framkvæmd leiksins.

Þróttur V. 2 – 0 Leiknir F.
1-0 Sigurður Gísli Snorrason (’81, víti)
2-0 Rubén Lozano Ibancos (’90)

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.