Moli kom í heimsókn

Með ágúst 29, 2019 Fréttir

Það þekkja allir Mola sem spilaði til fjölda ára með Þór Akureyri í efstu deild á sínum yngri árum.

Hann Siguróli sinnir útbreiðsluverkefni KSÍ og hefur verið að heimsækja minni sveitarfélög. Hann kom í Voga á dögunum og gaf Þrótti tíu bolta að gjöf, einnig færði hann yngri iðkendum glaðninga.

  • Þökkum Mola kærlega fyrir heimsóknina, megi hann koma sem oftast eins og ein ung fótboltastelpa orðaði svo skemmtilega
  • Moli þjálfaði lið ÞÓR/KA sem varð Íslandsmeistari árið 2012 og hans skilaboð eru til iðkenda „það má gera mistök og hafið gaman að þessu“

Takk fyrir okkur Moli og KSÍ!

Mynd frá Þróttur Vogum.