Modulus ehf. einn af bakhjörlum Þróttar til næstu tveggja ára. 

Með febrúar 23, 2021 Fréttir
Modulus ehf. einn af bakhjörlum Þróttar til næstu tveggja ára. 
 
Það er með stolti sem við Þróttarar tilkynnum nýjan styrktaraðila og mun merki Modulus vera á ermi keppnisbúningar til næstu tveggja ára. 
 
Jakob Helgi Bjarnason hefur verið að leita að skemmtilegum verkefnum að undanförnu sem gæti hentað starfsemi Modulus. „Við hjá Modulus höfum verið að leita að spennandi verkefnum að undanförnu og í einni af heimsóknum okkar til Voga ákvað ég að heimsækja Þrótt sem hefur mikið verið í sviðsljósinu að undanförnu fyrir sinn árangur og þá gleði sem hefur verið viðloðandi félagið. Okkur langar mikið að tengjast Vogunum og erum nú þegar byrjaðir að skoða lóðir undir nýbyggingar. Þetta er flott bæjarfélag, vel staðsett og gott fólk sem vinnur óeigingjarnt starf til þágu íþrótta í bænum“ sagði Jakob Helgi einn af eigendum Modulus ehf.
 
Modulus er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2016 þegar tekið var við öllum vörum frá húseiningaverksmiðju BYKO-LAT, systurfélagi BYKO á Íslandi.  

Verksmiðjan framleiðir einingahús, annars vegar hefðbundnar timburveggeiningar og hins vegar módula sem eru fullfrágengin hús sem koma tilbúin á áfangastað.Hægt er að tengja saman tvo eða fleiri módula og reisa þar með allar gerðir húsa: parhús, raðhús, fjölbýli o.s.frv. Framleiðslutími er stuttur frá því að endanleg hönnun og efnisval liggur fyrir eða einungis um nokkrir mánuðir.

Á myndinni eru Marteinn Ægisson hjá Þrótti og Jakob frá Modulus.