Marc Wilson leik­ur með Þrótti í sum­ar og verður í þjálf­arat­eym­inu.

Með maí 4, 2021 Fréttir

Marc Wil­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður Írlands og leikmaður í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu um ára­bil, er kom­inn til liðs við 2. deild­arlið Þrótt­ar í Vog­um, leik­ur með því í sum­ar og verður í þjálf­arat­eym­inu.

Wil­son er 33 ára gam­all og lék með Ports­mouth, Stoke, Bour­nemouth og WBA í úr­vals­deild­inni frá 2008 til 2017, alls 181 leik, og þá lék hann með Yeovil, Lut­on, Sund­erland og Bolt­on. Hann var síðast leikmaður Bolt­on í B-deild­inni tíma­bilið 2018-2019. Wil­son lék 25 A-lands­leiki fyr­ir Írland á ár­un­um 2011 til 2016.

Wil­son var sam­herji Her­manns Hreiðars­son­ar, þjálf­ara Þrótt­ar í Vog­um, á sín­um tíma, hann er með þessu m.a. að afla sér þjálf­ara­rétt­inda og verður með þeim Her­manni og Andy Pew í þjálf­arat­eymi liðsins.