Lokahófi 1×2 frestað – SPURNING MEÐ SIGURVEIGARA ?

Með mars 24, 2020 Fréttir

Það er með sorg í hjarta sem við tilkynnum að fresta þarf lokahófi 1×2 sem fram átti að fara laugardaginn 28. mars í Lions-húsinu.

Þetta á að vera hátíð kossa, faðmlaga og gleði. Því munum við blása til almennrar gleði þegar yfirvöld gefa grænt ljós. 

Einnig hefur verið ákveðið að verði Enska úrvalsdeildin ekki kláruð og dæmd ógild, mun það sama gilda um Getraunadeild Þróttar 2020.

Við munum samt alltaf gefa verðlaun fyrir mesta rjómann.

Sjáumst hress Á PALLINUM VIÐ LIONS þegar Víðir Reynis segir GO og munum að þvo okkur um hendur.

Við þökkum ykkur öllum fyrir frábæra samveru í vetur og frábærar móttökur.

Áfram Þróttur.